Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
/
/
Staða -
Í vinnslu
Samhæfing

Þolmörk og sjálfbærnivísar

Stjórnstöð ferðamála vinnur nú að greiningu þolmarka Íslands með tilliti til aukins umfangs ferðaþjónustu. Verkefnið er unnið í samstarfi við helstu hagaðila sem standa að Stjórnstöð ferðamála sem eru ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarraðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Samband íslenskra sveitarfélaga. Markmið verkefnisins er nánar tiltekið að meta þolmörk efnahags, náttúru og samfélags með tilliti til fjölda ferðamanna.

Fyrsti áfangi verkefnisins snýr að skilgreiningu á sjálfbærnivísum og tengdum mælikvörðum sem nýttir verða við þolmarkagreininguna. Stjórnstöð ferðamála mun leiða verkefnið fyrir hönd ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, en er framkvæmt af EFLU verkfræðistofu með aðkomu sérfræðinga TRC frá Nýja Sjálandi og Bandríkjunum.

Verkefnið er mikilvægur liður í mótun viðmiða til framtíðar við stýringu ferðamanna og álagsdreifingar og verður áhersla lögð á þverfaglegt samstarf og samráð.

Stofnaðir verða fjórir verkefnishópar til að vinna að sjálfbærniviðmiðunum. Í hópunum verða fulltrúar ráðuneyta, stofnanna og samtaka sem munu fjalla um eftirfarandi viðfangsefni:

1. Efnahagslegt jafnvægi – þjóðhagslegt mikilvægi

2. Efnahagslegt jafnvægi – innviðir og fjárfestingar

3. Félagslegt jafnvægi

4. Umhverfislegt jafnvægi

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form